Magnús Pálsson

Eye Talk II

Önnur verk

Category:

Fjöltækni

Year:

1998

Þríleikur Magnúsar, Talk Preceding Eye Talk, Eye Talk og Eye Talk II, er uppbyggður með áþekkum hætti hverju sinni, rödd listamannsins er í fyrirrúmi og hann fer sjálfur með textann í mynd. Alltaf er til staðar einhver eiginleiki sem gerir frásögnina framandlega og hún virðist úr lausu lofti gripin. Í fyrsta myndskeiði er Magnús í hlutverki manns sem tekur óhóflega í nefið með tilheyrandi truflun í frásögninni. Öðru sinni sést andlit hans ekki, eingöngu hálsinn, fyrir framan upptöku úr skólpræsakerfi. Loks stillir hann sér upp þétt við kvenmannsbrjóst og nýtur fulltingis konunnar við frásögnina. Ekkert verkanna er klippt eða samsett, þau líða hægt áfram án framvindu eða samhengis.