Ríkarður Jónsson

Tryggvi Gunn­arsson

Width:

50 cm

Height:

42 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1915

Verkið er staðsett við gröf Tryggva Gunnarssonar í Alþingishúsgarði. Verkið er í eigu Alþingis. Brjóstmyndin af Tryggva Gunnarssyni (1835-1917), íslenskum trésmið, þingmanni og bankastjóra Landsbankans, stendur við gröf hans í Alþingishúsgarðinum. Skrúðgarðurinn er að miklu leyti handverk Tryggva en hann sinnti garðinum einkar vel á sínum efri árum og kaus sér þar legstað. Slíkar brjóstmyndir og lágmyndir af íslenskum samtíðarmönnum voru hin mesta nýlunda á þeim tíma sem verkið var gert og vöktu oft mikla aðdáun. Björn Th. Björnsson kemst svo að orði í bók sinni um list Ríkharðs Íslenzk Myndlist, bindi I: „Í mannamyndum tekst honum oftast það sem hann leitast við, að sýna nákvæma sviplíkingu, og að því leyti munu myndir hans verða síðari tíma ómetanleg mannfræðileg heimild. Hins vegar skortir oft á það innsæi í persónugerðinni, sem skilur á milli, einfaldrar sviplíkingar og listaverks.“