Sara Riel

Geimrusl

Þrívíð verk

Category:

Innsetning

Year:

2022

Verkið er einskonar órói, samsettur úr fjórum lazerskornum glerjum sem hanga saman í stálröri og vír sem fest er við mótor. Glerin lýsa framþróun á geimrusli frá upphafi geimferða 1957 til spálíkana í framtíðinni. Mótívið á fyrsta gleri er aðeins hringur eða jörðin, gler tvö geymir árið 1997, gler þrjú 2017 og það síðasta hvernig verður umhorfs árið 2037 ef þróunin heldur óbreytt áfram. Verkið snýst í hringi og á það er varpað með myndvarpa myndskeiði af ljósi sem hægt og rólega birtist og hverfur. Vörpunin lýsir upp laserskurðinn í glerjunum sem varpar skuggum á nærliggjandi veggi. Geimferðir sýna okkur jörðina í nýju ljósi en afleiðingarnar eru að þær þekja hana smám saman geimrusli, svo hætt er við að við lokumst inni í sjálfsköpuðum ruslahjúp.