Category:
Innsetning
Year:
1997
Ráðhildur hefur í verkum sínum leitað leiða til að miðla eigin skynjun á kosmískum víddum alheimsins og staðsetningu manneskjunnar innan hans. Í verkinu Hale Bopp skráði hún annars vegar geómetrískar teikningar af spíralferlum og hins vegar upplýsingar um sporbraut halastjarna og hreyfingar plánetna. Skráningar þessar, á mörkum abstraktútreikninga og hlutbundins veruleika, silkiþrykkti Ráðhildur síðan á föt og bauð fólki að máta. Vídeóverkið skrásetur uppákomuna og sýnir sýningargesti klæðast fræðilegum vangaveltum sem fanga algild náttúrulögmál og óravíddir geimsins.