Hildur Bjarna­dóttir

Ging­ham, Cadmium Red

Málverk

Width:

80 cm

Height:

80 cm

Category:

Textíll

Year:

2011

Við fyrstu sýn virðast verkin vera borðdúkar strengdir á blindramma en þegar betur er að gáð er augljóst að köflóttu efnin eru langt frá því að vera fjöldaframleiddir efnisbútar. Hildur byggir upp flöt málverkanna frá grunni þar sem hún hefur tekið samskonar hörþræði og notaðir eru í málverkastriga, litað þá með akrýl, ofið á ný í köflótt mynstur og strengt aftur á blindrammann. Verkið verður í senn handvefnaður og hefðbundið málverk. Með aðferðum handverksins varpar hún gagnrýnu ljósi á staðlaðar hugmyndir um málverk og leitast við að eyða þeirri aðgreiningu sem gjarnan er gerð á milli handverks og myndlistar.