Jóhannes S. Kjarval

Júnínótt á Þing­völlum

Málverk

Width:

147 cm

Height:

67 cm

Category:

Málverk

Year:

1935

Kjarval lagði gjarnan leið sína frá Valhöll og suður með Þingvallavatni meðfram Hestgjá og málaði frá því svæði útsýnið til norðurs. Frá þessu svæði málaði hann stóra myndröð sem sýnir Ármannsfell og Skjaldbreið og hefur klettaveggi eða hraundranga Hestgjár í forgrunni. Verkin í þessari myndröð eru ólík innbyrðis hvað varðar stíl og yfirbragð, en sú meginbreyting hefur orðið frá fyrri myndröðum að forgrunnur verkanna fær aukið vægi.