Hildur Hákon­ar­dóttir

Árshring­urinn

Önnur verk

Width:

94 cm

Height:

202 cm

Category:

Textíll

Year:

1981-82

Þetta er viðamesta verk Hildar. Það er sett saman úr tólf ofnum teppum, einu fyrir hvern mánuð ársins. Um verkið hefur listakonan skrifað eftirfarandi texta: Himinn og jörð mætast. Verkið er hafið á vorjafndægrum. Í hverjum mánuði í heilt ár óf ég teppi, sem lýsir mótum himins og jarðar, hinum síbreytilegu litum veðrabrigða, birtu og árstíða. Í mars glittir í grænt og brúnt í gulu vetrargrasi. Í apríl hefur grænkað en vorhret ógnar gróðri. Í maí rennur grængresið saman við bláma himinsins. Í júní er blómskrúðið í algleymingi. Í júlí sést í munstur ljáfaranna. Í ágúst skín í bleika grasrótina. Í september eru litir haustsins upphafnir. Í október fellur fyrsta snjófölið. Í nóvember liggur frosið vatn yfir landinu. Í desember situr miðsvetrarsól við sjóndeildarhring. Í janúar eru himinn og jörð hvít af snjó. Í febrúar tekur aftur að sjá í auða jörð. Hringrás árstíðanna hefst að nýju. Verkið var keypt fyrir Hótel Sögu á níunda áratug síðustu aldar og var þar lengi til sýnis. Þegar hótelið gekk í gegnum gagngerar breytingar við upphaf aldarinnar virðast febrúar og nóvember hafa glatast.