Einar Hákon­arson

Ólafur B.Thors

Width:

80 cm

Height:

100 cm

Category:

Málverk

Year:

1985

Einar hefur aðallega fengist við málun og grafík en hefur einnig unnið með skúlptúr, steint gler, emaléringu og mósaík. Manneskjan í umhverfi sínu hefur verið sem rauður þráður í gegnum feril hans. Hann sækir oft innblástur í íslenska náttúru og íslenskt samfélag. Meðal annarra yrkisefna má nefna borgarsamfélagið, Íslendingasögurnar og trúarmyndir en hann hefur unnið talsvert að kirkjulist. Oft má finna samtímasögur í verkum hans, t.d. Gunnlaugssundið við Vestmannaeyjar árið 1984, en einnig má í verkum hans finna gagnrýni á íslenskt samfélag t.d. byggðarstefnu, sjávarútvegsmál, ofurkapítalisma og umhverfismál. Einar hélt sína fyrstu málverkasýningu á Íslandi 1968. Sýningin markaði kaflaskil með áhrifum popplistar, tjástefnu og endurkomu manneskjunnar í íslenska málverkið, sem var á skjön við abstraktlistina sem hafði ráðið ríkjum á Íslandi í um 20 ára skeið.