Einar Þorláksson

Í minn­ingu mynd­höggvara

Málverk

Width:

110 cm

Height:

80 cm

Category:

Málverk

Year:

1983

Einar Þorláksson varð kornungur áhugasamur um súrrealisma og teiknaði myndir í þeim dúr. Á öndverðum sjötta áratugnum hélt hann til náms í Hollandi, fyrstur íslenskra myndlistarmanna, og komst þar bæði í kynni við súrrealíska list og list COBRA-hópsins. Frá upphafi voru myndir Einars í sterkum og oft stríðum litum, málaðar án undirbúnings í anda sjálfsprottinnar málaralistar. Myndmál hans virtist mitt á milli hins huglæga og hlutlæga, oft með frásagnarlegu, jafnvel skoplegu/írónísku ívafi. Hugmyndir að verkunum komu víða að, ekki síst úr hugskoti listamannsins, annarri myndlist eða skáldskap.