Elín Hans­dóttir

Parallax

Category:

Innsetning

Year:

2009

Elín Hansdóttir er fædd árið 1980. Hún lærði við Listaháskóla Íslands og lauk MA námi frá Weißensee listaháskólanum í Berlín árið 2006. Skynjun mannsins og upplifun á umhverfinu er viðfangsefni hennar og segja má að hún heilli áhorfandann og rugli með blekkingum og sjónhverfingum. Verk hennar hafa verið sýnd á samsýningum og einkasýningum bæði í Evrópu og Afríku.