J.B.K. Ransu

XGEO

Málverk

Width:

200 cm

Height:

200 cm

Category:

Málverk

Year:

2004

Í málverkum sínum vinnur Ransu með hvernig við skynjum myndlist og skoðar einkum eðli málverksins. Hann gerir tilraunir með því að tileinka sér og vísa til eiginleika úr sögu miðilsins og höfða beint til upplifunar áhorfenda. Þetta verk tengist tímabili þegar listamaðurinn hóf að sameina andstæður í sögu abstrakthefðarinnar; gjörningamálverks og strangflatarhefðar. Listamaðurinn lítur á athöfnina að skvetta málningu sem úthverfa eða sem gjörning, á meðan hin síendurteknu mynstur tákna innhverfa nálgun á málverkið, eða það sem ekki gerist.