Width:
23.5 cm
Height:
77 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
1953
Ásmundur skóp verkið Kyndillinn í Reykjavík árið 1953 og er það unnið í brons. Þetta er eitt af fáum verkum Ásmundar þar sem hann vinnur fyrst og fremst með efni, línu og massa. Myndin er teikning í rýmið sem byggist á svörun milli afgerandi lóðréttra forma og ljóðrænnar boglínu sem umkringir rýmið. Það eina sem tengir myndina hlutveruleikanum er nafnið og lóðrétt formið sem stendur líkt og kyndillogi upp í loftið. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða hugmyndir listamaðurinn vildi setja fram í þessu verki. Þó svo að kyndillinn hafi fyrst og fremst biblíulega vísun og merki þá oftast hreinsun (sbr. kyndilmessa, hreinsunarhátíð Maríu, 2. febrúar), þá er öllu líklegra, ef höfð eru í huga hliðstæð verk frá þessum tíma, að Ásmundur hafi viljað túlka nýja tíma, tækniöldina. Kyndillinn táknar því upplýsingu andans og hugvit mannsins.