Eygló Harð­ar­dóttir

Gler skúlptúr

Þrívíð verk

Category:

Skúlptúr

Year:

2018

Eygló vinnur gjarnan með fundin efni og beitir innsæi þegar hún meðhöndlar efnivið verka sinna. Í vinnuferlinu er hún ekki með fyrirfram ákveðnar væntingar um lokaútkomu í huga en þess í stað dregur hún hið óvænta fram á yfirborðið. Sköpunarferlið einkennist af könnun á efninu, þar sem möguleikar og takmarkanir eru kortlögð, og auðkenni þess rannsökuð. Eftir stendur verk sem er afsprengi ferils þar sem efnið hefur ráðið för, það teygt og því breytt, og því fengið annað hlutverk.