Níels Hafstein

Tvívítt-þrívítt

Þrívíð verk

Category:

Innsetning

Year:

1991

Myndlistarmenn vinna margir hverjir út frá einhverri reglu sem þeir setja sér. Verkið lýtur þá lögmálum sem þeir hafa litla sem enga stjórn á. Níels kallast á við sögu málverkahefðarinnar með því að notast við grunnform og –liti. Hann setur fram mismunandi samsetningar af rauðum, gulum og bláum til þess að móta kassa sem eru hver öðrum ólíkir. Hann sýnir þá bæði sem tvívíðar teikningar en líka sem litla, þrívíða skúlptúra.