Ragnar Kjart­ansson

Stóð

Width:

442 cm

Height:

100 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1963

Verkið er staðsett á horni Smáragötu og Hringbrautar. Höggmyndin Stóð sýnir hóp fjögurra hesta á þeysispretti í austurátt þar sem hún stendur við Gömlu Hringbrautina við horn Smáragötu. Ólgandi krafturinn í hrossunum snertir strengi hestamannsins sem leið hefur átt hjá og vísar um leið til þarfasta þjónsins sem farartækis við akveg sem til skamms tíma var ein fjölfarnasta gata borgarinnar. Verkið er rómantískt í formgerð og það sem sýnist vera fjögur hross gætu allt eins verið sami hesturinn á mismunandi stigum óbeislaðs þeysispretts.