Guðrún Hrönn Ragn­ars­dóttir

Án titils

Þrívíð verk

Width:

120 cm

Height:

32 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1996

Í þessu verki má segja að Guðrún Hrönn takist á við mörk myndlistar og nytjahluta. Verkið samanstendur af hillum sem er raðað upp á vegg eftir strangri reglu. Hún brýtur upp formfestuna með kögri, eins og finna má á lampaskermum, gardínum eða öðrum húsgögnum, sem ljáir þeim skrautlegan eða kitsch blæ. Guðrún Hrönn spyr sig spurninga um eðli og stöðu listarinnar. Líta má á skrautið í verkinu sem sjónrænt eða tilfinningalegt andsvar við skilvirkni hillanna. Um leið er verkið í augljósu samtali við mínimalíska arfleifð með sín ópersónulegu og iðnframleiddu verk. Jafnvel má skynja feminískan snúning á annars karllægri hefð. Listamaðurinn varpar fram hlutum á nýstárlegan hátt og gefur áhorfendum ástæðu til vangaveltna og nánari skoðunar.