Bjerg, Jóhannes C.

Pomona

Width:

70 cm

Height:

190 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1920

Verkið er staðsett í Einarsgarði við Gömlu Hringbraut. Verndargyðjan Pomona á rætur að rekja aftur í fornöld eins og styttan ber með sér. Pomona var rómverskættuð aldingyðja, verndari gróðurs, og stytta af henni eftir danska myndhöggvarann Johannes C. Bjerg var reist í Einarsgarði þar sem hún vakir enn yfir gróðrinum. Einarsgarður er við endann á Laufásvegi rétt við Barnaspítala Hringsins og kemur í framhaldi af skjólgóðum og ræktarlegum görðum við austanverðan Laufásveg. Gróðrarstöðin í Reykjavík var starfrækt á þessu horni Laufásvegar og Hringbrautar til ársins 1932 og nutu garðarnir í hverfinu góðs af því.