Viðey
, til
Í eyjunni verður friðsæl athöfn en eins og margir vita er 9. október fæðingardagur Johns Lennon og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardægur hans.
Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Listaverkið er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði. Friðarsúlan, er í formi óskabrunns en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.
Boðið er upp á fríar ferjusiglingar og strætóferðir fyrir og eftir athöfn. Listasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri halda úti dagskrá í Viðey sem hefst kl. 17.45 og stendur til 21.30. Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn, flytja tónlist við Friðarsúluna og borgarstjóri Reykjavíkur Einar Þorsteinsson flytur ávarp. Það er venja að um leið og kveikt er á súlunni er lagið Imagine spilað undir og fólki gefst tækifæri til að taka myndir og deila viðburðinum í máli
Tímasett dagskrá: 17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono 18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur 18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono 19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur 19.45 Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn flytja tónlist við Friðarsúluna 19.58 Einar Þorsteinsson, borgarstjóri flytur ávarp 20.00 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono
Hægt verður að kaupa veitingar í Viðeyjarstofu.