
Hafnarhús
, til
Hrafnhildur er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð og hefur einkum vakið athygli fyrir heimildamyndir um íslenskt samfélag og menningu.
Með kvikmyndinni Vasulka áhrifin (2019) varpar hún ljósi á ævi og listsköpun Steinu og Woody Vasulka sem frumkvöðla í vídeólist.
Myndin hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu og var m.a. valin heimildamynd ársins á Edduverðlaununum.
Í gegnum náið samstarf við Steinu tekst Hrafnhildi að draga fram áhrif Vasulka-hjónanna á þróun samtímalistar og stafrænnar miðlunar, bæði á Íslandi og á heimsvísu.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.
Gestir eru beðnir að skrá sig á viðburðinn.