Samtal lista­manns og sýning­ar­stjóra

, til

Samtal listamanns og sýningarstjóra

Samtal listamanns og sýningarstjóra

Hafnarhús

, til

Listamaðurinn Jónsi (Jón Þór Birgisson) og sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson bjóða gestum upp á opið samtal í Hafnarhúsi, sunnudaginn 2. júní kl. 13.00 í tengslum við sýninguna Flóð sem verður opnuð laugardag 1. júní í Hafnarhúsi. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Munu þeir Jónsi og Markús ræða samstarfið í aðdraganda sýningarinnar og feril Jónsa í myndlistarheiminum. Gestir geta tekið þátt í samtalinu með spurningum og vangaveltum úr sal og því einstakt tækifæri til að fá innsýn í list og listsköpun eins okkar þekktasta listamanns.

Samtalið fer fram á íslensku í Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur og er aðgangur ókeypis fyrir árskortshafa og handhafa Menningarkortsins en annars gildir aðgöngumiði á safnið. Takmarkaður sætafjöldi og gestir eru beðnir um að skrá sig.