Listin talar tungum: leið­sögn á arab­ísku um yfir­lits­sýn­ingu Krist­ínar Gunn­laugs­dóttur

til

Listin talar tungum: leiðsögn á arabísku um yfirlitssýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur

Listin talar tungum: leiðsögn á arabísku um yfirlitssýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur

Kjarvalsstaðir

til

Mouna Nasr verður með leiðsögn á arbísku um yfirlitssýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur á Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum sunnudaginn 28. september kl. 13.00.

Kristín Gunnlaugsdóttir er einn afkastamesti og ástsælasti listamaður samtímans sem á að baki fjölmargar viðamiklar sýningar og verk víða í opinberri eigu. Hún hefur vakið athygli fyrir að vera óhrædd við að brjóta upp myndmál sitt og aðferðir. Kristín sækir í aldagamlar hefðir og skapar fígúratíf málverk sem byggjast á margslungnu táknkerfi; abstraktverk sem kallast á við tjáningarmáta módernismans; og útsaumsverk sem eru vandlega útfærð eftir skjótunnum módelskissum, svo nokkur dæmi séu tekin.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Frítt fyrir yngri en 18 ára. Sértilboð fyrir gesti á Listin talar tungum! Árskort á verði eins aðgöngumiða 2.430 kr.