
Hafnarhús
, til
Hér, líkt og á öðrum tónleikum seríunnar, er veitt innsýn í tilraunir sem kanna hvað gerist og breytist þegar gervigreind verður hluti af tónsköpunarferlinu.
Hvað gerist þegar tveir tónlistarmenn sem hafa unnið með þróun snjallhljóðfæra mætast og spila? Hvaða nýjar samskipta- og tjáningaraðferðir birtast þegar kerfi sem geta virkað sem meðskaparar, hljóðfæri og jafnvel tónsmíðar eiga samskipti? Hvernig umbreytir þetta hlutverki tónlistarmannsins? Þessar spurningar drífa áfram tilraunamennsku klarinettuleikarans Roberts Ek og fiðluleikarans Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, sem verður kynnt á öðrum tónleikum ÁRA raðarinnar: á tíma þegar flutningsaðferðir með snjallhljóðfærum eru enn í frumþróun.
Robert Ek vinnur við að þróa auknar klarínettur innan GEMM rannsóknarhópsins við Tónlistarskólann í Piteå innan Tækniháskólans í Luleå. Halla Steinunn Stefánsdóttir hefur þróað með sér flutningsaðferðir með snjallfiðluverkvöngum og vinnu með gagnaval fyrir slíka verkvanga innan Intelligent Instruments Lab. Hún hefur m.a. unnið með Living Looper, sem Victor Shepardson hannaði á rannsóknarstofunni, og einnig leikur hún í því samhengi á „rafklón" sem Hans Jóhannsson hefur hannað.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.
Mynd: Lidia Wos