ÁRA I. | Tónleikasería í tilefni af sýning­unni Steina: Tímaflakk

, til

ÁRA I. | Tónleikasería í tilefni af sýningunni Steina: Tímaflakk

ÁRA I. | Tónleikasería í tilefni af sýningunni Steina: Tímaflakk

Hafnarhús

, til

ÁRA er tónleikasería sem tekur útgangspunkt í nýjum tengslum í tónlist, Halla Steinunn Stefánsdóttir setur saman tónleikadagskrá í tilefni af sýningunni Steina: Tímaflakk.

Tónleikar seríunnar veita innsýn í tilraunir sem kanna hvað gerist og breytist þegar gervigreind verður hluti af tónsköpunarferlinu.
Fyrstu tónleikarnir eru afrakstur náins samstarfs kammerhópsins Nordic Affect, Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Intelligent Instrument Lab og Davíðs Brynjars Franzsonar.

Tveimur atburðarásum eða sviðsetningum er fleytt úr vör til að kanna hvernig flutningshefð mótast og valdajafnvægi á milli flytjenda, höfundar og tækni hliðrast þegar tæknilegt „annað”, sem jafnframt er ekki líkamnað, kemur inn í myndina. Fyrra ferlið skoðar hvernig merking og formgerð byggjast upp í gegnum þetta óþekkta „annað” í verki sem verður smátt og smátt til í gegnum æfingaferlið. Seinni sviðsetningin kannar hvernig minni og skynjun skarast þegar flytjandi og þetta óræða tæknifyrirbæri deila hljóðfæri í gegnum endurvarp sem flæðir stöðugt í gegnum hljóðfærið.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.

Mynd: Eva Schram