13. júní 2022 - 9:00 til 8. júlí 2022 - 17:00

Viðey friðey – spennandi sumarnámskeið fyrir 8-9 ára í Viðey

Viðey friðey – spennandi sumarnámskeið fyrir 8-9 ára í Viðey
Staður viðburðar: 
Viðey

Viðey-friðey er yfirskrift vikunámskeiða fyrir börn á aldrinum 8-9 ára sem fram fara í skólahúsinu og náttúru Viðeyjar sumarið 2022. Þetta annað sumarið sem þessi námskeið eru haldin og var mikil ánægja með þau í fyrra sumar og komust færri að en vildu.

Tímasetning námskeiða og skráning: 

Námskeið I: 13.-16. júní (4 dagar)

Námskeið II: 20.-24. júní 

Námskeið III: 27. júní – 1. júlí 

Námskeið IV: 4.-8. júlí 

Skráning HÉR

Börn á aldrinum 8-9 ára (fædd 2013 og 2014)  erum boðin velkomin á vikunámskeið í friðsælu náttúruperlunni Viðey í júní og júlí 2022. Börnin nema land, upplifa sögu og náttúru eyjarinnar í gegnum skapandi og listrænt starf innan- og utandyra. Þau fá að kynnast gamla skólahúsinu í Viðey sem var hluti af þorpinu sem hvarf. Í nýuppgerðu skólahúsinu er sérlega góð aðstaða til tilrauna og rannsókna á gersemum náttúru eyjunnar sem verða notaðar sem efniviður í myndlistarsköpun og leiki. Unnið verður sérstaklega með friðarupplifun í gegnum listir, leiki, markvissa útiveru og hreyfingu.

Markmið námskeiðsins er að hvert og eitt barn njóti sín á eigin forsendum undir handleiðslu fagfólks. Leitast verður við að skapa vingjarnlegt umhverfi fyrir börnin án snjalltækja, þar sem þau eignast góðar minningar í hópi jafningja. Misjafnt er hver kennir hverju sinni en meðal kennara á námskeiðunum eru: Ása Helga Ragnarsdóttir Proppé aðjúnkt í kennslufærði leiklistar og sérfræðingur í staðartengdri útimenntun, Björk Bjarnadóttir umhverfisþjóðfræðingur, Fríða Kristjánsdóttir kennari af myndlistarbraut, Guðrún Gísladóttir myndlistarkennari og sérfræðingur í samþættingu myndlistar og náttúrufræði, og Sara Riel myndlistarmaður.

Fjöldi barna er takmarkaður á námskeiðinu, að lágmarki 12 börn og að hámarki 15 börn. Skráning fer fram á https://sumar.vala.is/. Þar er hægt að leita að námskeiðinu með því að skrifa “Viðey” í reit fyrir heiti námskeiðs. Nánari upplýsingari um námskeiðin má finna á vef Borgarsögusafns undir Viðey.

Viðey-friðey er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur og hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði.