9. ágúst 2021 - 9:00 til 13. ágúst 2021 - 16:00

VIÐEY FRIÐEY - Fullbókað

VIÐEY – FRIÐEY
Samstarfsaðili/-ar: 
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Barnamenningarsjóður Íslands
Staður viðburðar: 
Viðey

VIÐEY FRIÐEY
Þetta námskeið er fullbókað

Hefur þú komið í gamla skólahúsið í Viðey? Hefur þú séð Friðarsúluna í Viðey? 

Spennandi vikunámskeið fyrir 7-9 ára krakka í friðsælu náttúruperlunni Viðey. Börnin nema land, upplifa sögu og náttúru eyjarinnar í gegnum skapandi og listrænt starf innan- og utandyra. Þau fá að kynnast gamla skólahúsinu í Viðey sem var hluti af þorpinu sem hvarf. Í nýuppgerðu skólahúsinu er sérlega góð aðstaða til tilrauna og rannsókna á gersemum náttúru eyjunnar sem verða notaðar sem efniviður í myndlistarsköpun og leiki. Unnið verður sérstaklega með friðarupplifun í gegnum listir, leiki, markvissa útiveru og hreyfingu.

Markmið námskeiðsins er að hver og einn þátttakandi fái að njóta sín á eigin forsendum undir handleiðslu fagfólks. Leitast verður við að skapa vingjarnlegt umhverfi fyrir börnin án snjalltækja, þar sem þau munu skapa nýjar minningar í hópi jafningja.

Kennarar á námskeiðinu eru Ása Helga Ragnarsdóttir, leiklistarkennari Guðrún Gísladóttir, myndmennta- og smíðakennari og Sara Riel, myndlistarmaður.

Tími: 09.00-16.00 
9.-13. ágúst: Skráning HÉR

Námskeiðin eru samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns og eru haldin með stuðningi Barnamenningarsjóðs. 

Verð viðburðar kr: 
34 000