28. febrúar 2020 - 9:00 til 12:00
2. mars 2020 - 9:00 til 12:00

Vetrarfrí grunnskólanna: Vídeólist – námskeið fyrir 6–9 ára

Vetrarfrí grunnskólanna: Örnámskeið fyrir 6–9 ára börn
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Upplifun og leikur, þáttaka og nútímalist

Vídeólist í spjaldtölvum – námskeið í skapandi safnumhverfi Listasafns Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum.
Umsjón: Björk Viggósdóttir, myndlistarmaður.

Á námskeiðinu verða listaverk safnsins verk skoðuð út frá sjónahorni barna og upplifun þeirra Þátttakendur nota spjaldtölvur til að skrásetja upplifun sína og hvernig litir ljós og sjónræn upplifun hefur áhrif á ímyndunaraflið. Við söfnum saman efnivið, innblæstri og hugmyndum sem við svo vinnum með á ólíkan hátt. Áherslan er á upplifun, sköpun og ímyndunaraflið. Listaverkin er allt í senn, innblástur, efniviður og upplifun. Ekki er ætlast til þess að börnin komi með eigin spjaldtölvur á námskeiðið.

Námskeiðið er ætlað börnum 6–9 ára. Um er að ræða tvö hálfsdags námskeið kl. 9-12.00, föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars. 2020.

Ókeypis þátttaka. Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur til leiks, þar sem um takmarkaðan fjölda er að ræða. Fyllist námskeið verður hægt að skrá börn á biðlista í gegnum netfangið fraedsludeild@reykavik.is

Vídeólist – námskeið 1: Föstudag 28.febrúar kl. 9–12.00
Skráning hér

Vídeólist – námskeið 2: Mánudag 2. mars kl. 9–12.00
Skráning hér

Frítt er inn á Kjarvalsstaði og í Ásmundarsafn fyrir fullorðna í fylgd með börnum í vetrarfríinu, 28. febrúar til 2. mars.

Björk Viggósdóttir (f. 1982) lauk B.A námi í myndlist árið 2006 frá Listaháskóla Íslands og stundaði nám í Kennslufræðum við Listaháskóla Íslands og mastersnám í Hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Björk starfar bæði sem listamaður og listkennari. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og víða erlendis. Þar á meðal í Bandaríkjunum, Suður Ameríku, Evrópu og Asíu. Björk hefur meðal annars verið með einkasýningar á Íslandi í Gallery Þoku 2013, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi D sal 2011 og Hafnarborg 2013. Björk vinnur verk sín oft í marga miðla þar sem myndmálið er oft túlkað þannig að leikið er með öll skynfæri áhorfandans. Björk hefur einnig unnið í nánu samstarfi við tónskáld, tónlistarfólk og sviðlistafólk við margar sýningar sínar.

Verð viðburðar kr: 
0