17. febrúar 2018 - 10:00 til 18. febrúar 2018 - 13:00

Vetrarfrí grunnskólanna: Ritsmiðja II fyrir 8-12 ára

Ritsmiðja fyrir 8-12 ára á Kjarvalsstöðum.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Í vetrarfríi grunnskólanna býðir Listasafn Reykjavíkur upp á tveggja daga ritsmiðju fyrir 8-12 ára á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýninguna Myrkraverk.

Þátttakendur læra að spinna af fingrum fram, skrifa stuttar sögur og koma hugmyndum sínum niður á blað. Umsjónarmaður og kennari: Markús Már Efraím.

Ritsmiðjan er ókeypis en þátttakendur þurfa að skrá sig þar sem takmarkaður fjöldi kemst að.

Ritsmiðja II: Skráning hér
Laugardag og sunnudag, 17.-18. febrúar kl. 10-13.00

Í tilefni af vetrarfríinu fá forráðamenn í fylgd með börnum frítt inn á safnið - Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn, dagana 15.-18. febrúar.

Sýning: 
Verð viðburðar kr: 
0