Vetrarfrí grunnskólanna: Prent og vinir – örnámskeið

Hálfsdags námskeið fyrir börn í tengslum við sýningu Birgis Andréssonar, Eins langt og augað eygir. Börnin vinna sín eigin prentverk undir áhrifum sýningarinnar. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Kennarar á námskeiðunum verða Tóta Kolbeinsdóttir og Joe Keys myndlistarmenn. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg vegna takmarkaðs fjölda sem kemst að á hvort námskeið fyrir sig.
Örnámskeið fyrir 8-10 ára, fimmtudag 17. febrúar kl. 9-12.00: Skráning HÉR
Örnámskeið fyrir 10-12 ára, föstudag 18. febrúar kl. 9-12.00: Skráning HÉR
Prent og vinir var stofnað sem færanlegt listamannarekið prentverkstæði, en hefur nú höfuðstöðvar sínar í Laugarnesinu. Meðlimir hópsins hafa verið áberandi í listheiminum undanfarin ár. Í vetrarleyfi grunnskólanna verður prentvél frá þeim stödd á Kjarvalsstöðum.
Hugmyndasmiðjan er opin fyrir fjölskyldur til að skapa saman og njóta samverunnar og veitingastaðurinn Klambrar Bistro býður upp á ljúffengar veitingar.
Ókeypis fyrir börn og fullorðna í fylgd barna á sýningar safnsins á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi í Vetrarfríi grunnskólanna 17.-20. febrúar. Ásmundarsafn er lokað vegna sýningaskipta en Ásmundargarður er öllum opinn og tilvalið að nota appið Útilistaverk í Reykjavík / Reykjavík Art Walk til að fara í létta fjölskylduleiðsögn um garðinn.