3. september 2020 - 18:00 til 30. september 2020 - 17:00

Vestur í bláinn – tónlistarverkefni og listasýning

Vestur í bláinn – tónlistarverkefni og listasýning
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýning á verki Evu Bjarnadóttur og tónlist Julius Pollux í stiganum á 2. hæð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Ókeypis aðgangur.

Verkin eru hluti af sýningunni Vestur í bláinn sem er fjölþætt listaverkefni um innflytjendur á Íslandi. Verkefnið býður upp á næma og ljóðræna nálgun á hugmyndum um það ókunnuga og fer fram á nokkrum stöðum í Reykjavík. Tónlist verkefnisins verður gefin út rafrænt 1. september og listasýningin á sér stað á tíu mismunandi opinberum stöðum í Reykjavík frá 3. september til 30. september.

Julius Pollux byrjaði Vestur í bláinn sem tilraunakennt tónlistarverkefni sem tengir saman raddir innflytjenda og flóttafólks á Íslandi og sína eigin upplifun af viðfangsefninu í gegnum tónlistina sína.

Claire Paugam og Julius Pollux gengu síðan til samstarfs til að víkka verkefnið út, gera listasýningu úr því, færa hið pólitíska inn í ljóðrænt samhengi, hvetja til að hlusta og upplifa sögurnar, aðstæður, tilfinningar og bakgrunn fólks frá sjónarhorni húmanisma og samkenndar.

Listafólki var boðið að íhuga og eiga í samtali við verkefnið með því að skapa þau tíu listaverk sem verða núna sýnd í sýningunni. Listakonur og listamenn sem taka þátt eru ÚaVon, Hugo Llanes, Melanie Ubaldo, Bára Bjarnadóttir, Eva Bjarnadóttir, Ewa Marcinek, Claire Paugam and Julius Pollux Rothlaender. Sýningin mun eiga sér stað á tíu mismunandi stöðum í almannarými, aðgangur ókeypis: Hlemmur, Nýlistasafnið, Harpa, Mjódd, Andrými, Vesturbæjarlaug, Bókasafn Gerðubergi, Ráðhúsið, Kaffi Laugalækur og Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús.

Vestur í bláinn ætlar að bjóða upp á pláss fyrir raddir, mismunandi tungumál og sögur af fólki með mismunandi bakgrunn, fyrir þau sem fá varla áheyrn, hvorki í listaheiminum né hjá almenningi.

Verð viðburðar kr: 
0