5. maí 2018 - 15:00
6. maí 2018 - 15:00
7. maí 2018 - 15:00
8. maí 2018 - 15:00
9. maí 2018 - 15:00
10. maí 2018 - 15:00
11. maí 2018 - 15:00
12. maí 2018 - 15:00
13. maí 2018 - 15:00

Útskriftarsýning LHÍ: Leiðsögn um garðinn - Agnes Ársælsdóttir

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Vinsamlegast gangið á grasinu og gætið hvert þið stigið

Agnes Ársælsdóttir úr myndlistardeild verður með leiðsögn um garðinn umhverfis Kjarvalsstaði alla daga á meðan á sýningunni stendur. Gangan tekur um hálftíma.

Stígðu út úr Kjarvalsstöðum að sunnanverðu; við þér blasir Klambratún og allir þeir kynlegu kvistir sem þar vaxa.
Boðið verður upp á leiðsögn um garðinn þar sem gestir fá að kynnast íbúum hans af trjá- og plöntuætt á persónuleganhátt.
Þeim verður boðið að setja sig í spor birkitrjáa, kanna heimkynni túngrasa og heyra sögur af fjölbreyttu samlífi lággróðurs og trjágróðurs.
Þeir sem missa af leiðsögninni eru hvattir til að fara í skoðunarferð upp á eigin spýtur.
Munið bara að ganga á grasinu og gæta hvert þið stígið.

 
 
 

Verð viðburðar kr: 
0