24. júní 2019 - 9:00 til 25. júní 2019 - 12:00

Útiandlit: Tveggja daga útilistaverkanámskeið fyrir 9-11 ára - skráning hafin

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Boðið er upp á sérstakt tveggja daga  útlistaverkanámskeið með listamanninum Halldóri Ragnarssyni, þar sem nemendur byggja stóra skúpltúra saman útivið.  Hamrar, naglar, málbönd og sagir verða í aðalhlutverki og mikið í gangi. Fyrir duglega krakka sem hafa gaman af að vinna saman.

Leiðbeinandi: Halldór Ragnarsson myndlistarmaður

Mikilvægt er að allir séu vel klæddir, í góðum hlífðarfötum og með gott nesti meðferðis.

Námskeiðið fer fram á Kjarvalsstöðum dagana 24. og 25. júní 2019 frá kl. 9-12. Skráningu lýkur 12. júní.
Skráning hér

Ath. takmarkaður fjöldi

Námskeiðgjald: 9800 kr.

Árið 2019 er ár útilistaverka í Listasafni Reykjavíkur.