6. nóvember 2021 - 10:00 til 12. nóvember 2021 - 17:00

Unglist – Stuttmyndasýning: Í minnum mínum

Unglist – Stuttmyndasýning: Í minnum mínum
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Viðburðurinn er hluti af Unglist sem er listahátíð þar sem ungt fólk á aldrinum 16-25 ára er í sviðsljósinu. Unglist fer fram dagana 6. til  20. nóvember 2021 í Reykjavík. Listasafn Reykjavíkur er samstarfsaðili Unglistar.

Í minnum mínum er tilraunakennd stuttmyndasýning eftir listamennina Tryggva Kolvið Sigtryggsson og Tjörva Gissurarson. Stuttmyndirnar eru byggðar á sögum frá mismunandi einstaklingum og eru sýndar í litlum timburkofum. Sýning á Í minnum mínum fer fram í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi og verður opin frá 6. til 12. nóvember á opnunartíma safnsins. Ókeypis aðgangur.

Tryggvi Kolviður Sigtryggsson er kvikmyndagerðarmaður. Síðastliðinn vetur starfaði hann fyrir danska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Holocene Studios. Undanfarið hefur hann verið að hjálpa til við framleiðslu IKEA auglýsinga ásamt því að taka upp sænska stuttmynd. 

Tjörvi Gissurarson er tónlistarmaður sem hefur frá unga aldri staðið í tónlistarsköpun. Hann hefur síðustu ár starfað sjálfstætt og gefið út undir listamannsnafninu Smjörvi. Nú hann hluti af útgáfufyrirtækinu Spectral Assault Records.

Verð viðburðar kr: 
0