28. apríl 2022 - 20:00

Umræðuþræðir: Shu Lea Cheang

Umræðuþræðir: Shu Lea Cheang
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Fyrirlesari Umræðuþráða er listamaðurinn Shu Lea Cheang.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Hann er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Fimmtudeginum langa og er ókeypis.
Skráning HÉR

Shu Lea Cheang er taívansk- amerískur listamaður og þriðji gestur ársins í fyrirlestraröð Umræðuþráða. Hún er frumkvöðull í netlist og var verkefni hennar BRANDON (1998-1999) fyrsta netverkið sem Guggenheim safnið í New York pantaði og bætti í safneign sína. Verk hennar eða sögur sem þar koma fram eru innblásin af vísindaskáldskap en Cheang hefur um árabil mótað sinn eigin stíl og höfundareinkenni undir hatti hinsegin kvikmyndagerðar (e. new queer cinema) með fjölbreyttum kvikmynda, vídeó- og/eða netverkum sínum.

Fyrirlestur Shu Lea Cheang, VARIANT V.0, leggur áherslu á 4 verk hennar - BRANDON (1998-1999), 3x3x6 (2019), I.K.U. (2000) og UKI (2023) sem er nú í vinnslu. Verkin eru unnin yfir langt tímabil með ára millibili en þar leitast Cheang við að leggja fram hugmyndir um kyntjáningu utan hins “hefðbundna” kyngervis, kynhneigða: „As ever-mutating variants, these works are brewed years apart and threaded by my desire in gender hacking genre bending.“

Heimsóknin unnin í samstarfi við Bandaríska sendiráðið á Íslandi.

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands, og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Allt frá árinu 2012 hefur listamönnum, fræðimönnum og sýningastjórum sem njóta viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi verið boðið hingað til lands á vegum verkefnisins. Meðal gesta má nefna Heike Munder, Miwon Kwon, Claire Bishop, Nicolaus Schafhausen , Mary Jane Jacob and Dieter Daniels, Douglas Gordon og fleiri.

Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í Listasafni Reykjavíkur.

Verð viðburðar kr: 
0