3. mars 2022 - 20:00

Umræðuþræðir: Krist Gruijthuijsen

Umræðuþræðir: Krist Gruijthuijsen
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands, og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Allt frá árinu 2012 hefur listamönnum, fræðimönnum og sýningastjórum sem njóta viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi verið boðið hingað til lands á vegum verkefnisins. Meðal gesta má nefna Heike Munder, Miwon Kwon, Claire Bishop, Nicolaus Schafhausen , Mary Jane Jacob and Dieter Daniels, Douglas Gordon og fleiri.

Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í Listasafni Reykjavíkur.

Krist Gruijthuijsen, sýningarstjóri og listgagnrýnandi, er forstöðumaður KW Institute for Contemporary Art í Berlín frá árinu 2016. Þar áður starfaði hann sem listrænn stjórnandi Grazer Kunstverein (frá 2012) og kenndi við myndlistardeild Sandberg Instituut í Amsterdam. Hann var einn stofnenda Kunstverein Amsterdam og forstöðumaður stofnunarinnar frá 2009-2012. Hann hefur sýningarstýrt fjölda sýninga, m.a. í Artists Space, New York og í Stedelijk safninu í Amsterdam. Ásamt sýningarteymi KW hefur hann sett upp verkefni og sýningar listamanna sem gjarnan litið hefur verið framhjá eða standa á jaðrinum með einum eða öðrum hætti. Má nefna listamenn á borð við Anna Daučíková, Beatriz González, Hiwa K, and Hassan Sharif. Goethe Institute styrkir heimsókn Gruijthuijsen.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.