31. mars 2022 - 20:00

Umræðuþræðir: Gregory Sholette

Umræðuþræðir: Gregory Sholette
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands, og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Allt frá árinu 2012 hefur listamönnum, fræðimönnum og sýningastjórum sem njóta viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi verið boðið hingað til lands á vegum verkefnisins. Meðal gesta má nefna Heike Munder, Miwon Kwon, Claire Bishop, Nicolaus Schafhausen , Mary Jane Jacob and Dieter Daniels, Douglas Gordon og fleiri.

Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í Listasafni Reykjavíkur.

Gregory Sholette, listamaður, aktífisti, og sýningarstjóri, býr og starfar í New York. Hann hlaut doktorsgráðu frá University of Amsterdam árið 2017 og lauk námi við Whitney Independent Study Program (1996); UC San Diego Visual Art Program (MFA: 1995); og The Cooper Union (BFA: 1979). Hann hefur gefið út fjölda fræðirita á broð við: Delirium and Resistance: Activist Art and the Crisis of Capitalism (2017); Dark Matter: Art and Politics in the Age of Enterprise Culture (2011); Art As Social Action (ásamt Chloë Bass: 2018), og The Art of Activism and the Activism of Art (2021). Dr. Sholette stýrir nýrri námsleið við Hugvísindadeild CUNY háskólann í New York (Social Practice - SPCUNY) sem tengir ýmsar greinar og leggur áherslu á félagslegt réttlæti og listir. Bandaríska sendiráðið á Íslandi styrkir heimsókn Scholette.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.