31. mars 2022 - 20:00

Umræðuþræðir: Gregory Sholette

Umræðuþræðir: Gregory Sholette
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Annar gestur ársins 2022 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir er Dr. Gregory Sholette, lista- og fræðimaður, aktífisti, og sýningarstjóri. Erindi hans byggir útgáfu sem er væntanleg á árinu, The Art of Activism and the Activism of Art (New Directions in Contemporary Art).

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Ókeypis aðgangur. Skráning HÉR

Gregory Sholette er lista- og fræðimaður, aktífisti, og kennari sem býr og starfar í New York. Hann hlaut doktorsgráðu frá University of Amsterdam árið 2017 og lauk námi við Whitney Independent Study Program (1996); UC San Diego Visual Art Program (MFA: 1995); og The Cooper Union (BFA: 1979). Hann hefur gefið út fjölda fræðirita á borð við: Delirium and Resistance: Activist Art and the Crisis of Capitalism (2017); Dark Matter: Art and Politics in the Age of Enterprise Culture (2011); Art As Social Action (ásamt Chloë Bass: 2018), og The Art of Activism and the Activism of Art (2022). Dr. Sholette stýrir nýrri námsleið við Hugvísindadeild CUNY háskólann í New York (Social Practice - SPCUNY) sem tengir ýmsar greinar og leggur áherslu á félagslegt réttlæti og listir. Hann kemur einnig að kennslu við myndlist og hönnun í almenningsrými við Harvard University, Graduate School of Design.

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í safninu. Bandaríska sendiráðið á Íslandi styrkir Umræðuþræði.

Verð viðburðar kr: 
0