16. janúar 2016 - 15:00 til 17:00

Umræða um listir og róttækar kennsluaðferðir

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í tengslum við sýninguna Aftur í sandkassann verður efnt til umræðu í Hafnarhúsinu laugardaginn 16. janúar kl. 15.  Sýningarstjórinn Jaroslav Anděl auk listamannanna Michael Joaquin Grey og Priscilu Fernades segja frá sýningunni og verkum sínum og ræða um tengsl listar og róttækra kennsluaðferða.

Á sýningunni Aftur í sandkassann eru verk listamanna sem spyrja spurninga um eðli og hlutverk menntunar og líta jafnframt á sköpun sem lykilþátt í samfélagi okkar tíma. Á sýningunni er vísað til hugmynda umbótasinna og hugsjónamanna á sviði menntamála. Þá eru mótsagnakenndar hliðar menntunar dregnar fram.

Í verkum sínum finnur Michael Joaquin Grey óvæntar tengingar á milli upphaflegra hugmynda um leikskólann frá 19. öld og nútíma menningar, svo sem leikfangahönnun samtímans. Priscila Fernandes skoðar hins vegar katalónska anarkistann Francesc Ferrer, sem var umbótasinni í menntamálum á fyrri hluta 20. aldar.

Innsetning Priscilu Fernandes sem nefnist, The Book of Aesthetic Education of the Modern School, hýsir málþingið sem verður haldið inni á sýningunni Aftur í sandkassann

Viðburðurinn hefst kl. 15 og fer fram á ensku. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.