24. október 2019 - 13:00 til 25. október 2019 - 16:00

Tveggja daga myndasögunámskeið fyrir 11-15 ára

Tveggja daga myndasögunámskeið fyrir 11-15 ára
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Listasafn Reykjavíkur, í samstarfi við Íslenska myndasögusamfélagið (ÍMS), býður upp á myndasögunámskeið fyrir 11-15 ára nemendur. Námskeiðið er haldið í tengslum við pop-up sýningu ÍSM á 2. hæð Hafnarhúss sem stendur yfir haustfrídaga grunnskólanna, til 28. október.

Námskeiðið er haldið frá fimmtudegi 24. okt. til föstudags 25. okt. kl. 13-16 (báða dagana).

Leiðbeinendur: Védís Huldudóttir, M.A. í myndasögugerð, og Atla Hrafney, ritstjóri hjá Hiveworks Comics.

Skráning hér.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Frítt er inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum í haustfríinu, 24. október til 28. október.

Verð viðburðar kr: 
0