24. ágúst 2019 - 21:00 til 21:30

Tónleikar: Næturmyndir

Tónleikar: Næturmyndir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Flutt verða íslensk sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson við kvæði Jónasar Hallgrímssonar ásamt íslenskum þjóðlögum.

Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona mun flytja lög Atla Heimis ásamt Jóni Sigurðssyni píanóleikara og Victoriu Tarevskaia sellóleikara.

Bríet Héðinsdóttir leikkona fékk Atla Heimi til að semja Jónasarlögin sem voru frumflutt í Skarðskirkju sumarið 1996 og slógu í gegn. Nú gefst þér tækifæri til að hlusta á þessi fallegu ljóð á Kjarvalsstöðum.
 

Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og hélt sama ár til Vínar í frekara nám í Konservatorium. Leið hennar lá síðar til Ítalíu þar sem hún nam óperusöng og leiklist.  Hólmfríður hefur komið fram á fjölda ljóða og óperutónleikum hér heima og erlendis og verið starfandi óperusöngkona í Austurríki og í Þýskalandi.

Jón Sigurðsson lauk meistaraprófi í píanóleik frá Arizona State University í Bandaríkjunum. Hann hefur haldið einleikstónleika regulega og komið fram með fjölmörgum hljóðfæraleikurum og söngvurum. Polarfonia Classics hefur gefið út tvo geisladiska þar sem Jón leikur m.a. verk eftir Scriabin, Barber, Schumann, Mozart og Strauss.

Victoria Tarevskaia stundaði tónlistarnám í Special Musical School E. Koka í Chisinau í Moldavíu. Hún nam síðan í Conservatiore N. Rimsky-Korsakov í Sankti Pétursborg og útskrifaðist árið 1994 með Meistaragráðu í Sellóleik frá Tónlistarakademíu G Musicescu í Chisinau. Hún var fulltrúi Moldavíu í International Black Sea Chamberg Orchestra. Hún hefur spilað með fjölda söngvara og kórum, Sinfoníuhljómsveit Íslands og Norðurlands.

Verð viðburðar kr: 
0