23. maí 2018 - 20:00

Tónleikar: Íslensk ástarljóð á vorkvöldi

Hamrahlíðarkórinn
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Páll Valsson rithöfundur og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytja dagskrá með íslenskum ástarljóðum í Ásmundarsafni við Sigtún, miðvikudagskvöldið 23. maí kl. 20.

Páll Valsson kynnir skáldin og ljóðin, sem eru frá ólíkum tímum, allt frá 14. öld fram til okkar daga. Tónlistin við ljóðin er öll íslensk, þjóðlög og tónsmíðar.

Dagskráin tengist hátíðarhöldum safnsins í tilefni af að 125 ár eru liðin frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara.

Verð viðburðar kr: 
0