27. október 2022 - 18:00 til 22:00

Töfraþing | Magic Assembly

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Beint streymi / Live stream

Verið öll hjartanlega velkomin á Töfraþing | Magic Assembly – opinn fund um stöðu tillögunnar að nýrri stjórnarskrá frá 2011, ósk landsmanna um að rita sína eigin stjórnarskrá og áhrif framlags aðgerðarsinnaðrar listar til samfélagsbreytinga. Þingið fer fram á íslensku og ensku.

Í framhaldi hins alþjóðlega pólitíska og efnahagslega hruns árið 2008, krafðist fólk á Íslandi löngu tímabærrar nýrrar stjórnarskrár. Svo fór að hún var rituð í ferli sem þótti brjóta blað í sögunni fyrir lýðræðislega nálgun með mikilli og virkri þátttöku almennra borgara.

Þann 20. október voru liðin 10 ár frá því að haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá þar sem hún var samþykkt með afgerandi meirihluta atkvæða. Þrátt fyrir þverpólitíska samstöðu á Alþingi um gagngera endurskoðun stjórnarskrárinnar, lýðræðislegt og faglegt ferli og afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, mætti nýja stjórnarskrártillagan andstöðu á Alþingi. Nauðsynleg umræða um hana var kæfð með málþófi og tillagan komst aldrei til atkvæðagreiðslu í þinginu. Enda þótt Ísland hafi orðið lýðveldi og lýst yfir fullu sjálfstæði frá konungsríkinu Danmörku árið 1944 hefur enn ekki tekist tekist að lögfesta stjórnarskrá sem samin er af íbúum landsins. Sú stjórnarskrá sem nú er í gildi er í grunninn stjórnarskrá sem konungur Danmerkur lét rita og þröngva upp á Ísland árið 1874: Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands. Núgildandi stjórnarskrá endurspeglar því enn drottnun danska konungsríkisins og nýlenduarfleifð.

Í tilefni þessara tímamóta – að 10 ár eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána – efna myndlistarteymið Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Töfrateymið, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá og Landvernd til Töfraþings – opins þverfaglegs fundar um stöðu nýju stjórnarskrártillögunnar frá 2011, ósk landsmanna um að rita sína eigin stjórnarskrá og áhrif framlags aðgerðarsinnaðrar listar til samfélagsbreytinga. 

Töfraþingið kallar saman íslenskst og erlent listafólk, sýningarstjóra, fræðafólk, umhverfissina, aðgerðarsinna, almenna borgara og sérfræðinga til að ræða í íslensku og alþjóðlegu samhengi samfélagsáttmála 21. aldarinnar sem þjónar mönnum jafnt sem náttúru og dýrum og hlutverk listarinnar sem samfélagslegt umbreytingarafl. Umræðuefnið verður rætt út frá mismunandi sjónarhornum og aðferðum. Hvað hefði getað orðið í náttúruverndarmálum, stjórnmálum og samfélagi á Íslandi ef tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tíu árum að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár, hefðu náð fram að ganga? Hvað ef úrslit kosninga hefðu verið virt og viðurkennd af valdhöfum?

Töfraþingið er framhald fjölradda samstarfs-, tónlistar-, myndlistar og aðgerðarsinnagjörningsins: Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland (http://www.cycle.is/) eftir Libiu & Ólaf og Töfrateymið sem þau hlutu Myndlistarverðlaun Íslands fyrir árið 2021. 

Dagskrá Töfraþings:

Fyrri hluti: Í leit að töfrum

18:00 – 18:10: Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) flytur Aðfaraorð sem eru samin við texta Aðfaraorða tillögu að nýrri stjórnarskrá frá 2011, og hluti af verkinu Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland.

18:15 – 18:40:

Ilana Fokianaki: Returning to the Polis through through Riot: Castro and Ólafsson‘s care for the commons.

Hanna Styrmisdóttir stýrir umræðum að loknu erindi Iliönu sem verður streymt í gegnum netið.

18:45 – 19:10

Þingumræður með meðlimum Töframteymsins og öðrum þátttakendum: Hugleiðingar um fjölradda samstarfsgjörninginn Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland. Hýbrið form og ofvirkir borgarar, hvað, hvernig, hvenær, með hverjum og fyrir hvern.

Meðlimir Töfrateymisins, þ.á.m. Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Ólafur Snævar Aðalsteinsson og meðlimir Bjöllukórsins, meðlimir Stjórnarskrárfélagsins, Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá, Loftslagshópur Landverndar.

19:15 – 19:35

Hlynur Helgason: A smaller constitution! – on the monumental iconology of the memorial to Christian IX

Hlynur Helgason fjallar um forsendur og aðdraganda að hugmynd um og tilurð minnisvarða um Kristján 9. Danakonung sem reistur var fyrir framan Stjórnarráð Íslands árið 1915. Sérstaklega áhugavert er að ígrunda tilurð minnisvarðans í tengslum við myndmerkingu hans, sem varpar ljósi á mótsagnir á milli ósættis um stjórnskipunarbreytingar 19. aldar og vinsældir Kristjáns 9. við lok stjórnartíðar hans. 

19:40 – 20:10

Hlé. Kvöldverður

Seinni hluti: 

20:15 – 21:00

Auður Önnu Magnúsdóttir: Hvað ef, hvað ef, hvað ef?

Látum hugann reika til samtímans. Til samtímans sem við gætum verið stödd í hefði nýja stjórnarskráin verið bundin í lög fyrir tíu árum síðan. Hvernig gæti aðgerðaáætlun í loftslagsmálum litið út og hver væri staða náttúru og auðlinda Íslands?

Ragnheiður K. Finnbogadóttir: Mannréttindi án landamæra

On denizens and citizens 

21:00 – 22:00

Joel-Colón Ríos: Constituent Power, Constitution Making and Iceland

Um stjórnarskrárgjafann, sem undirstöðu stjórnskipunar, í samhengi við hugmyndina um lýðræði og þátttöku almennings í ljósi framtíðar íslenskrar stjórnskipunar.

Katrín Oddsdóttir, Ósk Elfarsdóttir og Maria Elvira Mendez Pinedo bregðast við erindi Joel og ræða við hann um það og í framhaldi leiða Katrín Oddsdóttir og Hanna Styrmisdóttir opnar umræður allra þátttakenda þingsins og tengja við fyrri erindi.

Fyrirlesarar, fundarstjórar og aðrir þátttakendur Töfraþings:

Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir): Söngkona og lagahöfundur
Iliana Fokianaki: Sýningarstjóri; Stofnandi og stjórnandi listrýmisins State of Concepts Athens
Hanna Styrmisdóttir: Sýningarstjóri og prófessor í sýningagerð (MA) við Listaháskóla Íslands
Libia Castro & Ólafur Ólafsson: Myndlistarmenn, aðgerðarsinnar og frumkvöðlar Í leit að töfrum 
Tinna Þorsteinsdóttir: Tónlistarkona, stjórnandi samtímatónlistarviðburða, píanisti.
Ólafur Snævar Aðalsteinsson: Tónlistarmaður og meðlimur í Bjöllukórnum
Hörður Torfason: Söngvari of og lagahöfundur, aðgerðarsinni, leikari, leikskáld
Katrín Oddsdóttir: Aðgerðarsinni, lögfræðingur, Doktorsnemi í Democratic Constitutional Design, fyrrum meðlimur Stjórnlagaráðs.
Karólína Eiríksdóttir: Tónskáld.
Ósk Elfarsdóttir: Aðgerðarsinni, lögfræðingur, meðlimur í Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá
Hlynur Helgason: Myndlistarmaður, heimspekingur og dósent í listfræði við Háskóla Íslands
Auður Önnu Magnúsdóttir: Umhverfisaðgerðarsinni og framkvæmdastjóri Landverndar. PhD í lífefnafræði frá Karolinska Institut í Svíþjóð
Ragnheiður Finnbogadóttir: Lögfræðingur með mannréttindi sem sérgrein, BA og MA frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Helsinki
Jol-Colón Ríos: Prófessor við Victoria University of Wellington. Rithöfundur og stjórnandi New Zealand Centre of Public Law. Hugsuður og höfundur fjölmargra rita um stjórnskipunarlög og stjórnskipunarvald. 
Jón Ólafsson: Prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands
Maria Elvira Mendez Pineod: Prófessor við Háskóla Íslands, sérfræðingur í Evrópurétti

Verð viðburðar kr: 
0
Verð fyrir öryrkja og aldraða: 
0