7. mars 2019 - 20:00

Án titils – samtímalist fyrir byrjendur

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Án titils – samtímalist fyrir byrjendur er heiti mánaðarlegra kvöldstunda í Hafnarhúsinu. Þá er tekið á móti þeim sem hafa áhuga á að kynna sér samtímalist en eru byrjendur á því sviði.

Hér fá gestir innsýn í heim myndlistar í dag - hvað eru listamenn að spá, hvernig virkar listasafn og hvað aðgreinir það frá öðrum sýningarstöðum? Farið verður yfir meginatriði samtímalistar frá árinu 1973 til dagsins í dag og notuð valin verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur til glöggvunar. Að lokum verður veittur inngangur í sýningarnar áður en haldið verður í salina. Tækifæri gefst til að spjalla í góðu tómi um allt sem fólki dettur í hug og leita svara við því sem vekur furðu eða forvitni. Kvöldin eru kjörinn vettvangur ánægjulegrar samverustundar vinahópa, samstarfshópa og fjölskyldna. 

Þeir sem skilja hvorki upp né niður í samtímalist eða hafa jafnvel aldrei komið á listasafn eru sérstaklega velkomnir! 

Þátttökugjald er innifalið í aðgangsmiða að safninu. 

Engin þörf á skráningu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.