20. ágúst 2016 - 12:00
20. ágúst 2016 - 14:00

Til fyrirmyndar - fjölskylduleiðsögn og listasmiðja

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hvað veitir okkur innblástur til að búa til listaverk? Leiðsögn og listsamiðja fyrir alla fjölskylduna. Viðburðurinn kallast á við tvær sýningar á Kjarvalsstöðum, Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur og Kjarvalar Stefáns Jónssonar.

Fyrirmyndir Kjarvals eru landslag og náttúra en  fyrirmyndir höggmynda Stefáns eru málverk Kjarvals - hvað skyldi verða okkur til fyrirmyndar að þessu sinni? 

Verð viðburðar kr: 
0
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.