18. maí 2019 - 13:00 til 14:30

Þróun og framtíð listar í almannarými

Ólöf Nordal, Þúfa.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Málþingið er hluti af áherslu Listasafns Reykjavíkur árið 2019 á list í almannarými en þetta er síðasta málþingið af þremur sem skipulögð eru í vor sem fjalla öll á ólíkan hátt um list í almannarými.

Almannarými hafa breyst í tímans rás og hefur eðli listar í almannarými mótast með því. Listaverk eru að þróast frá því að vera styttur á stöplum yfir í að vera samfélagsleg inngrip í almannarými sem hvetja til þátttöku almennings. Á þessu þriðja málþingi sem Listasafn Reykjavíkur heldur um almannarýmið verður fjallað um það hvernig list hefur þróast í almannarými og hver framtíð hennar er.

Fummælendur
Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur
Ólafur Sveinn Gíslason, myndlistarmaður
Starkaður Sigurðarson, myndlistarmaður sem fæst einnig við skrif
Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri og deildarstjóri miðlunar og sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur - um þróun forms og inntaks listar í almannarými.

Fundarstjóri
Aldís Snorradóttir

Verð viðburðar kr: 
0