23. febrúar 2018 - 21:00

Tak i lige måde: Samtal við Jesper Just myndlistarmann

Mynd: Guillaume Ziccarelli
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Danski myndlistarmaðurinn Jesper Just ræðir við Markús Þór Andrésson sýningarstjóra um verk sín og feril í kjölfar opnunar á sýningunni Tak i lige måde. Jesper Just er einn fjögurra listamanna sem eiga verk á sýningunni. Hinir listamennirnir heita Jeannette Ehlers, John Kørner og Tinne Zenner. 

Listasafn Reykjavíkur minnist aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands í ár með því að bjóða myndlistarmönnum frá Danmörku að sýna í safninu. Sum verkanna á sýningunni ávarpa knýjandi málefni bæði í sögulegu ljósi sem og í ljósi samtímans. Hugmyndir um sjálfstæði, þjóðerni, ímynd, frelsi og fullveldi kallast á við heimsmynd í stöðugri endurskoðun.

Samtalið fer fram á ensku. Ókeypis aðgangur.