4. maí 2019 - 15:30

Tacet: Extrinsic

LHÍ: Hildur Elísa Jónsdóttir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Gjörningur eftir Hildi Elísu Jónsdóttur sem útskrifast úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. 

Kammerhópur flytur tónverk og innan um tónlistarflytjendurna er þögull, utanaðkomandi flytjandi. Tónlist samanstendur af þessum tveimur megineiginleikum, hljóði og þögn, sem aðeins eru til í andstöðu hvort við annað. Hljóð er hægt að heyra en þögn er allt sem hljóð er ekki og öfugt. Það eina sem hljóð og þögn eiga sameiginlegt er að einhver þarf að framkalla þau. Með því að flytja þögn innan um tónlistarflytjendur sem flytja bæði hljóð og þögn vekur flytjandi gjörningsins áhorfandann til umhugsunar um mikilvægi hljóðs og þagnar í tónlist og hlutverk þeirra sem tvær hliðar á órjúfanlegri heild sem aðeins eru til í samhengi hvor við aðra. 
 
Flytjendur:  
Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó 
Hildur Elísa Jónsdóttir, þögn 
Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla 
Una María Bergmann, sópran