11. maí 2023 - 10:00 til 19. maí 2023 - 17:00

Sýningaskipti í Ásmundarsafni

Ásmundarsafn
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Nú standa yfir sýningaskipti í Ásmundarsafni, en laugardaginn 20. maí kl. 14.00 verður opnuð sýningin  Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl MillesÞá helgi verður einnig blásið til veislu í tilefni 40 ára afmælis Ásmundarsafns á 130 ára afmælisdegi Ásmundar sem fæddist 20. maí 1893. Frítt inn á safnið alla afmælishelgina.

Á sýningunni verða  verk myndhöggvaranna Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og læriföður hans Carls Milles (1875-1955). Ásmundur nam við Konunglega sænska listaháskólann í Stokkhólmi undir handleiðslu Milles frá 1920-26.

Gestum er velkomið að njóta höggmyndagarðs Ásmundar og heimsækja safnverslunina meðan á sýningarskiptum stendur. Heitt kaffi á könnunni. 

Frítt verður inn alla afmælishelgina!