28. febrúar 2016 - 15:00

Sýningarstjóraspjall: Ólöf K. Sigurðardóttir

Jóhannes S. Kjarval, Landslag, 1950.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ræðir við gesti um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur.

Sýningin er tvískipt en meginuppistaða hennar eru sjaldséð verk úr einstæðu einkasafni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar (1911-1998) og Ingibjargar Guðmundsdóttur (1908-2004), sem varðveitt eru í Gerðarsafni, en einnig eru sýnd verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir og hönnuður sýningarinnar er Axel Hallkell Jóhannesson. Mikið hefur verið lagt upp úr endurhönnun Kjarvalsstaða til þess að skapa verkum Kjarvals umgjörð sem dregur fram töfra verka hans.

Viðburðurinn hefst kl. 15. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.