19. júní 2016 - 15:00

Sýningarstjóraspjall - Dorothée Kirch

Dorothée Kirch sýningarstjóri
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Dorothée Kirch sýningarstjóri fjallar um gerð sýningarinnar Uppbrot í Ásmundarsafni þar sem sýnd eru verk eftir listamennina Ásmund Sveinsson (1893-1982) og Elínu Hansdóttur (f. 1980). Þar sýnir Elín ný verk, myndbandsverk, þrívíð verk og tvívíð. Þær Dorothée og Elín fóru í gegnum safneign Listasafns Reykjavíkur og völdu verk eftir Ásmund sem þeim fannst lýsandi fyrir vinnu hans, verk sem jafnvel voru aldrei fullgerð, eða fullbúin verk og skissu þeirra til að sýna með. Sum verka Elínar sýna hvernig hlutir brotna upp eftir ákveðnu mynstri sem kallast Voronoi og finnst í náttúrunni. 

Dorothée hefur starfað við myndlist á Íslandi frá árinu 2001 þar á meðal hjá Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listahátíð í Reykjavík og Listasafni Íslands. Hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum árin 2011 og 2013 og var sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringi árið 2009. Árin 2010 og 2014 var Dorothée framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Dorothée útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Aðgangseyrir í Ásmundarsafn er kr. 1.500 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Frítt er inn fyrir menningarkortshafa, börn, aldraða (70+) og öryrkja. 

 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.