20. maí 2023 - 14:00

Sýningaropnun – Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles

Carl Milles og Ásmundur Sveinsson
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Verið velkomin á sýninguna Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles í Ásmundarsafni, laugardaginn 20. maí kl. 14.00.

Við blásum einnig til veislu í tilefni 40 ára afmælis Ásmundarsafns á 130 ára afmælisdegi Ásmundar sem fæddist 20. maí 1893. 

Á sýningunni verða sýnd verk myndhöggvaranna Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og læriföður hans Carls Milles (1875-1955) frá Svíþjóð en Ásmundur nam þar við Konunglega sænska listaháskólann undir handleiðslu Milles frá 1920-26.

Carl Milles er einn virtasti myndhöggvari Svíþjóðar og líkt og Ásmundur gaf hann hús sitt, vinnustofu og verk til þjóðar sinnar eftir sinn dag.

Ásmundur og Milles bundust sterkum böndum og töluverðan samhljóm má finna í ferli þeirra og verkum. Milles nýtti sér sögu og menningu eigin þjóðar sem innblástur í verk sín og á sama hátt hvatti hann Ásmund til þess að fanga íslenska menningararfleið sem glögglega má sjá í verkum hans í gegnum hans feril. 

Sýningarstjórar eru Edda Halldórsdóttir og Sigurður Trausti Traustason.

Sýningin er liður í samstarfi Millesgården í Svíþjóð og Ásmundarsafns.

 

Dagskrá

Laugardag 20. maí

14.00: Opnun sýningar

15.00: Leikir og veitingatjald í garðinum

16.00: Leiðsögn Onita Wass safnstjóra Millesgården um sýninguna

Sunnudagur 21. maí

13:00: Leiðsögn sýningarstjóra

 

Öll velkomin og frír aðgangur alla helgina!

Verð viðburðar kr: 
0