19. ágúst 2023 - 10:00 til 22:00

Sýningaropnun á Menningarnótt: Myndlistin okkar

Tryggvi Ólafsson, Forði 1992
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Sýningin Myndlistin okkar verður opnuð á Kjarvalsstöðum og stendur opnunin yfir frá kl. 10-22 á Menningarnótt.

Hvert er eftirlætis listaverkið þitt í safni Listasafns Reykjavíkur?

Á sýningunni Myndlist okkar gefur að líta úrval eftirlætis listaverka þeirra fjölmörgu borgarbúa sem völdu sér listaverk að eigin vali. Síðastliðið vor stóð yfir kosningaleikurinn Myndlistin okkar á Betri Reykjavík, þar sem fólki gafst tækifæri til þess að velja verk á sýningu á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru þau verk sem hlutu flest atkvæði til sýnis. Sýningarstjórn og verkaval er algerlega úr höndum safnsins og fjöldi verka ræðst af plássi í salnum.

Úrvalið er verulega fjölbreytt og áhugaverð blanda af listsköpun frá ólíkum tímum. Þar birtist einstök sýn á þessa sameign borgarbúa sem í heild telur 17 þúsund verk. Verkefnið er hluti af 50 ára afmæli Listasafns Reykjavíkur, 1973-2023, þar sem safneigninni er gert hátt undir höfði með ýmsum hætti.

Inni í sýningarsalnum er kubbur þar sem settar verða upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra. Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk eftir eigin höfði. Smásýningarnar standa aðeins rúma viku í senn og dreifast yfir sýningartímabilið. Gestasýningarstjórar eru Klambrar bistro, Bræðurnir Baldursson, Hlutverkasetur, Íslenski dansflokkurinn (sem einnig fagnar 50 ára afmæli í ár) og nemendur í Víkurskóla. 

 

Verð viðburðar kr: 
0